Ég rakst á þann fróðleik áðan að í dag eru einmitt 36 ár síðan Arlo Guthrie frumflutti Alice's Restaurant á Newport-þjóðlagahátíðinni. En það heyrist nú ekki oft, ekki í heild allavega. Lagið tekur 22 mínútur í flutningi, enda dugði textinn í heilt kvikmyndahandrit og þurfti litlu að bæta við. Myndin var nú ekkert sérstök, nema kannski atriðið þar sem Arlo sleppur við herþjónustu af því að hann hafði hent rusli á vitlausum stað.