(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

16.7.03

Það er aldeilis að veðrið hefur batnað eftir að Ríkisendurskoðun tók á málinu. Veðurstofan spáir bara besta degi sumarsins hingað til og liggur við að það standist. Það hefði þó alveg mátt vera frídagur líka. En ég fór reyndar heim úr vinnunni um þrjúleytið. Kom við í Te og kaffi og keypti ómalað Cuba Turquino og í Sandholtsbakaríi fékk ég pekanhnetuvínarbrauð og snúða. Með þetta fór ég heim og við efnafræðistúdentinn sátum á svölunum í sólinni og gúffuðum í okkur kaffi og bakkelsi. Hann las Viggó viðutan, ég John Maddox Ford.

Mikið hljóta þeir Fáskrúðsfirðingar og Stöðfirðingar að vera ánægðir með heimabyggð sína sem vilja nefna sameinað sveitarfélag nöfnum eins og Sælusveit, Kæribær eða Paradís. Reyndar komu víst líka fram tillögur um nöfnin Skuldahali, Mistök og Gjaldþrot. Og Suður-Fjarðabyggð.is. Ekki mundi ég vilja búa í Kærabæ, það hljómar eins og nafn á leikskóla. Eða elliheimili. En sum af þessum plássum eru nú kannski lítið annað nú orðið.

Annars eru þessi nýju sveitarfélaganöfn misjafnlega vel heppnuð. Mér finnst til dæmis Snæfellsbær glatað en Vesturbyggð fínt (eins gott það varð ekki Vesturbær). Árborg hef ég aldrei getað fellt mig við. Bláskógabyggð er fínt nafn en enginn veit hvar það er. Sveitarfélagið Skagafjörður ... já. Sjálf er ég alin upp í fríríkinu Akrahreppi, sem er í Skagafirði og Skagafjarðarsýslu, en ekki í sveitarfélaginu Skagafirði (eða á það að vera Sveitarfélaginu Skagafirði?) Hmm, þegar ég skoða þetta átta ég mig á að ég er miklu hrifnari af nöfnum sem enda á -byggð eða -sveit en þeim sem enda á -bær eða -borg. Ætli það sé sveitastelpan í mér sem er að brjótast þarna fram?

|