Ég var eitthvað að tuða yfir staðalímyndum í kommentum hjá Þórunni Hrefnu áðan. Lét jafnvel í það skína að mér þættu þær ekkert endilega alvondar, allavega ekki jafnháskalegar og manni virðist stundum af skrifum femínista. Svo villtist ég inn á femin.is og las þetta. Þessi illa þýdda grein er uppfyllri af staðalímyndaklisjum en ég hélt að væri hægt. Reyndar þekki ég barn sem er næstum því svona - meira að segja freknótt - , en það er óvart stelpa.