Ég sá að á spjallþræðinum Sjálfstæðar konur á femin.is var mikið verið að velta því fyrir sér í dag hvenær eiginlega ritstjóri Fréttablaðsins fengi sunnudagsmoggann sinn. Eitthvað vegna þess að sumar höfðu ekki fengið blaðið fyrr en í morgun, eins og Fréttablaðið, og voru að pæla í hvort Mogginn væri kominn í svona desperat samkeppni við blaðið. Ef ég blandaði mér einhvern tíma í umræður þar á bæ, þá hefði ég svosem getað upplýst þær um að hann var að kaupa Moggann úti í Krambúð um hálftvöleytið í dag. Maðurinn hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af samkeppninni fyrst hann er ekki einu sinni áskrifandi.