Fyrrverandi borgarstjóri Cincinnati í Ohio er með áform um að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Hann verður fjandakornið ekki verri en sumir sem þar sitja núna.
Sumir andstæðingar virðast hafa áhyggjur af því að Jerry geti fengið fjölda fólks á kjörstað sem hingað til hefur ekki haft fyrir því að láta skrá sig á kjörskrá og þetta verði aðallega ,,slack-jawed yokels, hicks, weirdos, pervs and whatnots." Og segja ,,aukin kjörsókn er ekki eftirsóknarverð í sjálfu sér". Kannski ekki. Eeeen - þeir sem þegar eru á kjörskrá kusu jú George Bush til forseta (minnihluti þeirra að vísu - en það er annað mál).