Ég þarf að rýma til í hillunum hjá mér og er með nokkur eintök af Matreiðslubók Nönnu, sem ég er til í að selja á góðu verði. Finnst mér. Níu þúsund, sem þýðir sirka tvær krónur og fimmtíu aura hver uppskrift. Þið getið auðvitað lesið bloggið mitt áfram og fengið uppskriftir fyrir ekki neitt, en það eru að meðaltali svona þrjár uppskriftir á viku og þá tekur í kringum tuttugu og þrjú ár að ná sama uppskriftafjölda.
Ef einhver hefur áhuga, þá má hafa samband við mig á nannar@isholf.is.