Tóta var að velta fyrir sér örlögum skólabátsins Fallvalds. Þið þarna seinni tíma MA-stúdentar, vitið þið eitthvað hvað varð af honum?
Skemmtilegasta minningin mín um Fallvald er þegar við rerum honum yfir Pollinn á sólríkum vordegi, 1975 hlýtur það að hafa verið, og Skútan prílaði upp á stein í ...(æ, hvern andskotann heitir skógarkjarrið þarna hinum megin??) og las fyrir okkur merka ritgerð sína um kynlíf unglinga, öðru nafni How to pick up girls in Reykjavík.