Sauðargæran er með hlaupabólu, sem er nú ekki stóralvarlegur sjúkdómur hjá hraustum ungum manni sem kominn er hátt á annað ár. Nema ég er að minnsta kosti tvisvar búin að mismæla mig og segja fólki að hann sé með heilabólgu, sem er náttúrlega allt önnur Ella, og ekki áttað mig fyrr en ég sé skelfingarsvipinn á viðmælendunum.
Reyndar er þetta í annað skiptið sem drengurinn fær sjúkdóminn. Ég hélt reyndar að maður fengi ekki hlaupabólu nema einu sinni á ævinni en það virðist einhver lenska hjá drengjum í minni fjölskyldu að fá hana tvisvar. Eða öllu heldur, að fá hana svo ungir að þeir ná ekki að mynda ónæmi. Þegar ég fer að hugsa til baka held ég að efnafræðistúdentinn hafi verið mjög ungur þegar hann fékk hlaupabólu. Hmm.