(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

21.4.03

Gott að vita að neyðarhjálp í Írak er að komast í gott lag, ég sá á textavarpi BBC áðan að bæði Burger King og Pizza Hut eru að opna útibú í Basra. Að vísu bara í bresku herbúðunum en þess getur varla verið langt að bíða að almenningur þar í borg fái líka að njóta vestrænnar matarmenningar. Greinilegt að þarna hafa menn á hreinu hvað liggur mest á að flytja til landsins.

Í Bandaríkjunum eru menn líka með það á hreinu hvaða næringu þriðji heimurinn þarf helst á að halda. Guardian segir frá því í morgun að bandaríska sykurlobbíið (Kók, Pepsí, Procter & Gamble, General Foods o.s.frv.) hóti Alþjóða heilbrigðisstofnuninni öllu illu ef hún geri ekki eins og þeim þóknast:

,,The sugar industry in the US is threatening to bring the World Health Organisation to its knees by demanding that Congress end its funding unless the WHO scraps guidelines on healthy eating, due to be published on Wednesday."

Það liggur nú við að þetta ýti manni í átt að kolvetnakúrnum. Bíðið aðeins, dr. Atkins er nýdauður - datt á svelli? Er þetta samsæri?

|