(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

17.4.03

Annars var ég fyrir fáeinum dögum að fá matreiðslubók frá Kólumbíu sem mig var lengi búið að langa til að mæta í safnið mitt en ekki tímt að kaupa. Svo rakst ég á hana á góðu verði hjá Powells, sem er eiginlega uppáhalds netbókabúðin mín, og var ekki sein á mér að panta hana. Nú er hún komin og eftir að vera búin að fletta henni sé ég að ég hefði ekki verið neitt ósátt þótt ég hefði þurft að borga fullt verð fyrir. Versti gallinn er að margt sem notað er í uppskriftirnar fæst ekki hérlendis og kannski varla nokkurs staðar utan Suður-Ameríku. En það er reyndar kostur líka því þá veit maður að uppskriftirnar eru ekta og hafa ekki verið staðfærðar til að laga þær að erlendum (bandarískum) markaði. Önnur sönnun um það sama er að það eru uppskriftir í bókinni þar sem notaður er innmatur, slíkum uppskriftum er annars oft sleppt úr bókum sem ætlaðar eru fyrir Bandaríkjamarkað. Hér er til dæmis uppskrift að asaduras - kálfalifur, svínamilta, lungu, nýru og hjarta, allt skorið í bita, þrætt upp á tein, vafið í netjumör og grillað. Minnir á grískt kokoretsi, sem mér finnst reyndar góður matur en ég veit að ekki eru allir sammála mér um.

|