Eldfjallið er hjá mér í vinnunni í dag og situr og teiknar smásögu fyrir teiknimyndasögublaðið sem hún gefur út ásamt fleirum. Sagan nefnist Skólaleiði - mikilvægur fundur og segir frá skrópara að nafni Runólfur. Ég sé ekki betur en sérstakur húmor barnsins skíni hvarvetna í gegn (hún er gangandi afsönnun þeirrar kenningar að börn undir tíu ára aldri skilji ekki kaldhæðni, hún er fædd kaldhæðin). Þegar ég sá að ein teikningin bar yfirskriftina Á skólaleiðifundinum hélt ég að þar færi fram foreldrafundur, eða umræðufundur um vandamálið. Onei, þetta var hópmynd af skrópurunum að hangsa.