Það er eins gott að passa að maður sulli ekki niður kókinu sínu á vitlausum stöðum. Allavega ekki í Bandaríkjunum.
Það er fleira skrítið í kýrhausnum í Bandaríkjunum. Ef ellefu ára krakki hérlendis laumaðist í tölvuna hjá kennaranum sínum og breytti einkunnunum sínum, þá hugsa ég að ýmsum þætti hann bara nokkuð lunkinn að bjarga sér. Krakkinn fengi náttúrlega skammir og yrði sjálfsagt settur í eitthvert straff í skólanum. Í Bandaríkjunum var ellefu ára strákur tekinn fastur fyrir þetta og kærður fyrir ,,offense against intellectual property". Og gæti lent á betrunarheimili.