Bráðavaktin, já. Ég hélt að nú kæmi langdreginn og væminn þáttur með áframhaldandi dauðastríði Marks en svo sást hann ekki einu sinni. Það verður þá örugglega teygt yfir nokkra næstu þætti í staðinn. Þetta var að mörgu leyti fínn þáttur (seinni hlutinn allavega) en dálítið óvenjulegur. Og Goran Visnijc (það finnst mér dálítið áhorfsvænn piltur) fékk tækifæri til að sýna á sér ýmsar hliðar, sem er ágætt.
En af hverju er það fyndið þegar kona á þrítugsaldri dregur 11 ára strák á tálar? Ætli Susan og Abby hefðu líka flissað ef Carter væri stelpa?