Ég fór semsagt með vinnufélögunum á jólahlaðborð á ónefndum veitingastað á föstudagskvöldið og var ekki sérlega impóneruð af matnum. Það segir kannski sína sögu að efnafræðistúdentinn, sem hafði verið dubbaður upp til að gegna eskortsörvis fyrir móður sína, kvartaði yfir grænmetisleysi á borðinu. Ég veit ekki hvað er að gerast með drenginn.
Þarna var til dæmis boðið upp á villikryddað fjallalamb. Eina bragðið sem ég fann var salt, sem ég vissi reyndar ekki að væri sérstakt villikrydd. Saltmagnið var satt að segja svo mikið að ég gat alls ekki borðað kjötið, og er ég þó alin upp á saltkjöti. Það getur verið að lærin sem verið var að skera niður hafi verið eitthvað misjafnlega sölt en mér sýndist þó ansi margir leifa miklu af þessu kjöti, það var hreinlega óætt. Annars var ekkert á þessu jólahlaðborði neitt sérstakt sælgæti - ekki að maður eigi von á miklu en ég hef þó held ég alltaf fengi betri mat en þetta, og stundum miklu betri.
Og til að bæta gráu ofan á svart kom Geir Ólafsson aftur til að syngja ...