Ég hitti hana Gullveigu frammi hjá kaffivélinni áðan og var að hugsa um að spyrja hvernig í ósköpunum stæði á því að ég væri aldrei valin Kona ársins. Þ.e. ég ætla að gera ráð fyrir að það verði ekki heldur í ár, það væri líklega búið að láta mig vita ef svo væri. Ég á það sko örugglega skilið. En það er nú einhvern veginn svo að fólkið á hinum tímaritunum metur mig bara alls ekki að verðleikum. Hver var til dæmis valin Afmælisbarn Vikunnar í afmælisvikunni minni í vor? Jafnaldra mín Jónína Ben, that's who. Ég var ekki einu sinni talin upp í dálkinum ,,hin afmælisbörnin" eða hvað hann heitir. Bara Gísli Rúnar, sem á sama afmælisdag og ég. Ég er búin að segja Kaffi-Gurrí að ef hún komi því ekki til leiðar að ég verði afmælisbarn á næsta ári muni ég ekki bjóða henni í mat aftur. Það ætti að duga.
27.11.02
- Húsasmiðjan er alltaf að auglýsa juðara, hlæjandi ...
- Ég er í nautakjötssteikingartilraunum þessa dagana...
- Það kemur mér ekkert á óvart að ég skuli vera Krús...
- Ekki veit ég af hverju læknanemar eru að rövla yfi...
- Kjötið er komið í leitirnar, gott mál, en það verð...
- Hvar er eiginlega þetta nautakjöt sem ég átti að v...
- Ég fékk ógnvekjandi tölvupóst frá Eldfjallinu: ,,Þ...
- Það kom fram athyglisverð kenning um Ástþór Magnús...
- Ísinn (að viðbættri sósunni) varð svo áfengur (Ama...
- Það er sök sér að vera að drepast úr hausverk og a...