Það er engin alminleg jólafasta nema ég hafi heyrt Skrámur skrifar jólasveininum einu sinni. Og þar sem ég hef það fyrir prinsipp að kveikja ekki á útvarpi nema rétt á blámorgnana á þessum árstíma til að sleppa við öll þessi andskotans jólalög, þá þarf ég að spila það fyrir mig sjálf. Eins gott að efnafræðistúdentinn fór út í skúr á dögunum og sótti gamla plötuspilarann, því að við eigum þetta bara á vínil.