Ef það væri almennilegt norðlenskt desemberveður hér í staðinn fyrir þessi fjandans hlýindi og rigningar alltaf hreint, þá mundi ég elda súpuna sem ég er að lesa um núna: Gular baunir, bara soðnar með lauk, mintu og ólífuolíu, og bornar fram með marokkósku kryddsmjöri - hvítlaukur, vorlaukur, chili, kóríander (lauf og fræ), paprika, minta. Mér hlýnar bara af því að horfa á myndina en gallinn er að það er ekkert kalt. Burt með góða veðrið!