Úlfur er greinilega upprennandi fótboltakappi. Hann kveikti sjálfur á sjónvarpinu til að horfa á landsleikinn. Þegar ég kom við var hann hins vegar búinn að missa áhuga á leiknum (engin furða) og fór að grúska í poka sem ég hafði meðferðis. Og var náttúrlega fljótur að grípa Grand Marnier-flöskuna sem þar var og hélt henni hróðugur á lofti. Fótbolti og vín. Típískur karlmaður. Systir hans bauð mér umsvifalaust áskrift að teiknimyndasögublaði sem hún og vinkona hennar gefa út og þar sem áskriftin kostaði bara tíkall á blað tók ég strax boðinu. Hún tjáði mér að það væru komnir heilir sjö áskrifendur. Mér skildist að hvert eintak yrði handteiknað og skrifað - engin fjölföldun hér - þannig að þetta var mikið kostaboð.