Úlfur er greinilega upprennandi fótboltakappi. Hann kveikti sjálfur á sjónvarpinu til að horfa á landsleikinn. Þegar ég kom við var hann hins vegar búinn að missa áhuga á leiknum (engin furða) og fór að grúska í poka sem ég hafði meðferðis. Og var náttúrlega fljótur að grípa Grand Marnier-flöskuna sem þar var og hélt henni hróðugur á lofti. Fótbolti og vín. Típískur karlmaður. Systir hans bauð mér umsvifalaust áskrift að teiknimyndasögublaði sem hún og vinkona hennar gefa út og þar sem áskriftin kostaði bara tíkall á blað tók ég strax boðinu. Hún tjáði mér að það væru komnir heilir sjö áskrifendur. Mér skildist að hvert eintak yrði handteiknað og skrifað - engin fjölföldun hér - þannig að þetta var mikið kostaboð.
20.11.02
- Mér skilst að Hringiðan sé búin að sjá að sér og v...
- Ekki er ég enn búin að fá botn í það hvort ég er a...
- Eiginlega ætlaði ég að sitja eitthvað frameftir í ...
- Stundum rekst ég á orð á netinu sem eru þannig að ...
- Bókin um Jón forseta sem villtist til Ísafjarðar (...
- Hér er síða fyrir áhugafólk um amerískar pylsur. M...
- Ég sá að leikarinn Jeffrey Jones hefur verið handt...
- Ég var að lesa einhversstaðar að það væri í bígerð...
- Ég er ekkert sérlega mikið fyrir hnetusmjör þótt þ...
- Skrítið að fá Bókatíðindin allt í einu upp í hendu...