Ekki er ég enn búin að fá botn í það hvort ég er að vinna hjá Flögu, eins og Hringiðan heldur fram.
Breiðvarp símans er að bæta inn nýjum stöðvum í stafræna kerfið, einni eða tveimur í einu, og fokka upp fínu stöðvaniðurröðuninni sem ég var búin að setja inn á afruglarann og var byggð á landfræðilegum, áhugasviðslegum, barnavænum og sérviskulegum forsendum. Nú þarf ég að raða öllu upp á nýtt en ætla að bíða með það þangað til ólíklegt er að þeir bæti við meiru í bili. Ég held enn í vonina um að þeir komi með matreiðsluþáttastöð eins og þeir voru að ýja að þegar ég skipti yfir í stafræna kerfið. En það verða sjálfsagt bara fleiri íþróttastöðvar. Og hvar er pólska stöðin sem átti að vera í pakkanum?