Ég var að lesa einhversstaðar að það væri í bígerð að endurgera Educating Rita í amerískri útgáfu með svörtum leikurum, sennilega Halle Berry og Denzel Washington. Til hvers? Það eru innan við 20 ár síðan myndin var gerð. Mér fannst Julie Walters frábær og Caine var góður líka, engin ástæða til að reyna að toppa það, sjálfsagt með einhverju Hollywood-twisti, þar sem Rita snýr við á flugvellinum eða eitthvað. Frekar vildi ég sjá framhaldsmynd um kennarann og Ritu 20 árum seinna - en samt ekki.