Ég er ekkert sérlega mikið fyrir hnetusmjör þótt það eigi vel heima í ákveðnum uppskriftum. En hér er tengill fyrir alla aðdáendur.
Ég var að fletta nýjustu Vikunni og þar er minnisblað um jólaundirbúning. Ég sé að ég er að klikka á öllu, ég ætti til dæmis að vera búin að skrifa gjafalista, panta myndatöku (nei, reyndar ekki, ég ætla ekki að senda jólakort með mynd af mér og efnafræðistúdentinum), semja við börnin (þ.e. téðan efnafræðistúdent) um aðstoð við hreingerningu þegar þau eru búin í jólaprófunum (fat chance) og panta tíma hjá hárgreiðslukonu. Hmm, ég er reyndar með áform um að fara í klippingu fyrr en síðar.