Ég er í nautakjötssteikingartilraunum þessa dagana og það rifjaðist enn og aftur upp fyrir mér skilgreining Anthonys Bourdain (mæli með honum) á því hvað frasinn ,,saving for well-done" þýðir á amerísku kokkamáli - það er að segja, hvað verður um kjötsneiðarnar sem eru seigar, aldurhnignar, ljótar eða hafa af annarri ástæðu ekki verið taldar boðlegar (duttu í gólfið kannski - hver veit?). Þeir sem lesa það biðja líklega ekki um well done á veitingahúsi aftur. Ekki í New York allavega.
Hvernig skilgreindi aftur danski kokkurinn steikingarstig á kjöti - rare, medium rare, og ødelagt?