Alltaf skulu jólin laumast einhvern veginn aftanað manni. Ekki nema örfáir dagar síðan ég var að hneykslast á því að það væri búið að setja upp jólaskreytingar á Skólavörðustígnum og nú rann upp fyrir mér að það er þó bara rétt rúmur mánuður til jóla. Og afmælisdagur Eldfjallsins er fyrsti sunnudagur í aðventu. Og ég þarf að fara að byrja á alvörujólabakstrinum (versus þann ljósmyndaða, sem var bakaður og borðaður í byrjun október), allavega ef ég ætla að múta jólaskreytinganefndinni á föstudaginn kemur. Ég er búin að fá í hendur pöntunarlista yfir Hólsfjallahangikjöt. Þetta er greinilega allt að hellast yfir.
21.11.02
- Kemur niðurstaðan í könnun DV um (ó)vinsældir stjó...
- Sá í sauðargærunni ætlar að koma í pössun til ömmu...
- Beaujolais Nouveau í dag? Æi, ég veit það ekki. Mé...
- Bókin sem ég pantaði í gegnum abebooks á sunnudags...
- Úlfur er greinilega upprennandi fótboltakappi. Han...
- Mér skilst að Hringiðan sé búin að sjá að sér og v...
- Ekki er ég enn búin að fá botn í það hvort ég er a...
- Eiginlega ætlaði ég að sitja eitthvað frameftir í ...
- Stundum rekst ég á orð á netinu sem eru þannig að ...
- Bókin um Jón forseta sem villtist til Ísafjarðar (...