Framsóknargenin og óvinalistinn
Æ, ég held ég komist ekkert inn á þennan fræga framsóknaróvinalista sem DV birti.
Í fyrsta lagi hef ég nú ekkert verið að tala það illa um Framsóknarflokkinn - ekki nýlega allavega - og svo er ég nýbúin að minnast á framsóknargenin mín, þau eru þarna en eru mjög víkjandi.
Reyndar man ég að þegar ég var í Akureyrardeild KSML fyrir margt löngu var gerð könnun á sellufundi um hver hefði verið fyrsta stjórnmálahreyfingin sem félagarnir tóku afstöðu með og kom í ljós að það var Framsókn hjá öllum nema Ísfirðingnum í sellunni.
Sumir eru held ég löngu komnir aftur þangað, framsóknargenin eitthvað sterkari í þeim en mér.