Plútó og krónan
Var það ekki 2006 sem var ákveðið að Plútó væri ekki lengur reikistjarna? Jæja, þeir í Illinois eru bara ekkert sáttir við það. Gaurinn sem uppgötvaði Plútó var nefnilega frá Illinois svo það er verið að taka af þeim heiðurinn.
Þannig að þingið í Illinois samþykkti tillögu um að Plútó væri bara víst reikistjarna. Og 13. mars, næsti föstudagur, er Plútódagur.
Þetta er svona eins og þegar sumir Íslendingar halda því fram að krónan sé bara víst fullgildur gjaldmiðill.