Að lenda á póstlista
Það fyrsta sem starfsmenn Forlagsins sáu þegar þeir opnuðu tölvupóstinn sinn í morgun var póstur frá einhverjum Didda og Möggu sem voru að boða framboð í forvali vinstrigrænna og biðja okkur um að setja tilkynningu um það á vef okkar. Ég opnaði ekki póstinn svo ekki veit ég hvort það er Diddi eða Magga sem er að bjóða sig fram eða kannski bæði en reikna síður með að það verði auglýst á vefsíðu Forlagsins.
Við fengum reyndar aðra framboðstilkynningu frá einhverjum öðrum fyrir skemmstu. Líklega eru vinstrigræn að nota einhvern fjölmiðlapóstlista sem allajafna er notaður fyrir fréttatilkynningar um bækur og menningarviðburði - og það þýðir trúlega að framboðstilkynningar og kosningaáróður á eftir að hellast yfir mann á næstunni í lange baner. Til dæmis frá Árna Birni Guðjónssyni fyrrverandi húsgagnasala og kristilegum lýðræðissinna en nú listmálara og vinstrigrænum.
Dem.