Af upptökum, tildrögum og sniffurum
Ég var að lesa frétt á vísir.is um gassprengingu á Akureyri. Þar stendur m.a. þetta:
,,Talið er að upptök eldsins hafi komið til vegna leka á einum af 25 gaskútum."
,,Þar af voru óvanalega stórir kútar."
,,Samkvæmt lögreglunni á Akureyri er það hreinlega kraftaverk að það var ekki einn kútur sem sprakk við brunann."
,,Á heimilinu voru tveir hundar auk þess sem maðurinn bjó með konu." (Forgangsröðin á hreinu.)
,,Samkvæmt lögreglunni var honum komið í hendur dýralæknis, en ekki er ljóst hver tildrög dýrsins voru."
,,Húsið er í eigu fyrirtækis en þegar rætt var forsvarsmann þess sagði hann fólkið hafa búið í húsinu síðan síðasta sumar. Þau greiddu leigu á settum tíma og kom vel fyrir."
Einmitt.