Allsstaðar er verðbólgan
Ég kom við í Góða hirðinum á heimleiðinni (já, ég veit að það er ekki alveg í leiðinni eins og þegar Edda var í Síðumúlanum). Sveimér ef er ekki bullandi verðbólga þar líka. Hlutir sem kostuðu fimmtíukall í fyrra kostuðu hundrað eða jafnvel tvöhundruðkall núna. En þetta er jú allt fyrir gott málefni.
Úrvalið var reyndar lítið, enda var ég seint á ferð. Fann samt nokkra smáhluti sem mig vantaði ekki beinlínis en ekki kannski það sem ég var að leita að. En það kemur. Þarf líka að skreppa í Kolaportið um helgina, aldrei að vita hvað maður grefur upp þar.
Ég gæti ábyggilega fengið allt sem mig vantar í búðum. En það er eitthvað svo ... 2007.