(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

20.12.08

Jól undir kontról

Það eru einhverjar tvær ólögulegar snjóþaktar hrúgur á svölunum. Þrjár ef grillið er talið með en það sést þó í yfirbreiðsluna. Önnur hrúga er jólatréð sem ég keypti af Samtökunum '78 og gengur náttúrlega undir nafninu hommajólatréð hér á bæ og sú þriðja er tunnan með Þorláksmessuskinkunni.

Líklega tek ég hvorttveggja inn á morgun (gæti samt dregist fram á mánudag), skinkuna til að sjóða hana og jólatréð til að láta snjóinn bráðna af því í baðkerinu.

Annars er jólaundirbúningi mikiðtil lokið og Þorláksmessuundirbúningur í góðum gír. Jólamaturinn í frysti mestanpart og búinn að vera frá í góðærinu, jólavínið í skápnum (líka gamlar birgðir, kreppujólin verða ekki fyrr en 2009), jólagjafirnar næstum allar keyptar (þó færri og líklega minni en venjulega), jólaskrautið komið upp (nema á tréð), búið að pússa silfrið, jólatiltekt hafin og gengur bara þokkalega, jólabakstur í gangi öðru hverju. Er eitthvað fleira?

Jólaskapið hefur jafnvel verið að láta á sér kræla af og til. Þrátt fyrir allt kreppuvesenið. Datt samt niður í gær þegar ég villtist óvart inn í Kringlu, sem ég reyni þó að forðast eins og heitan eldinn kringum jól allajafna. Það er ekki jólalegt pleis.

Ég ætla aftur á móti að bregða mér á Laugaveginn á eftir. Þó ekki sé nema til að kaupa öryggi í Brynju. Fólk með gamaldags rafmagnstöflu þarf að eiga öryggi um jólin.

Gaskúturinn er aftur á móti fullur. En þegar ég ætlaði að nota mér heimsendingarþjónustu Ísaga þegar gasið kláraðist um daginn og ég var að fá fólk í mat, þá var nú bara ekki svarað í simann þar þótt ég léti hann hringja út oftar en einu sinni. Það fannst mér engin fyrirmyndarþjónusta og barnabarnið var á sama máli, hún fékk ekki kjöt í karrí eins og hún var búin að hlakka til, heldur ofnbökuð hrísgrjón með ofnsteiktu kjöti og svoleiðis. Þannig að ég skulda henni kjöt í karríi uppúr áramótum.

|