Bókaverðhækkun (nei, ekki hjá Forlaginu)
Ég var að fá (lítinn) bókapakka frá amazon.co.uk. Hann er skuldfærður á Visakortinu fyrir 11 dögum og þá borgaði ég 6059 krónur fyrir bækurnar. Ef ég væri að panta þær núna þyrfti ég að borga 6.936 krónur. Í janúar síðastliðnum pantaði ég pakka sem kostaði svo til nákvæmlega sömu upphæð í pundum og borgaði fyrir hann 4.352 krónur.
Ég held að það verði ekki mikið um bókapantanir á næstunni. Nú borgar sig að kaupa íslenskt.
Ein bókin í pakkanum heitir því langa nafni How to Feed Your Whole Family a Healthy Balanced Diet, with Very Little Money and Hardly Any Time, Even If You Have a Tiny Kitchen, Only Three Saucepans (One With an Ill-Fitting Lid) and No Fancy Gadgets - Unless You Count the Garlic Crusher ...
Ég held að hún eigi eftir að koma sér vel.