Tóbaksbúðin
Ég gekk framhjá búð einni á leiðinni heim og ákvað að líta aðeins inn. Gekk einn hring og fór að skoða. Fann brátt væga reykingastybbu og datt í hug að akkúrat dúkarnir sem ég var að skoða hefðu nú ekkert gott af að liggja þarna og taka í sig reykjarlykt.
Þegar ég var að ganga út varð reykurinn mun meira áberandi og þegar ég gekk framhjá afgreiðsluborðinu sá ég að afgreiðslukonan, sem var að afgreiða viðskiptavini og fleiri biðu, var að reykja sígarettu. Og hafði ekki einu sinni lagt hana frá sér í öskubakka, heldur hélt hún á henni á meðan hún stimplaði inn í kassann og tók við peningum, og púaði framan í viðskiptavinina.
Ég hugsa að ég sneiði alveg hjá þessari búð á næstunni.