Heim á SagaClass - næstum því
Ég sé að það er víða verið að bölva Iceland Express og örugglega ekki að ástæðulausu. Ég ætla aftur á móti að nota tækifærið og tala vel um Icelandair, vegna þess að þegar ég var búin að koma mér fyrir aftast í troðfullri vél í gærkvöldi var ég spurð hvort mér væri ekki sama þótt ég færði mig úr þrengslunum yfir í SagaClass-sæti (án SagaClass-þjónustu að vísu) fremst.
Mér var alveg sama þótt ég gerði það.
Afskaplega þægilegt fyrir þreytta miðaldra húsmóður sem var að fljúga heim á síðkvöldi eftir stórborgarsvallið. Veit ekki hvort ég hefði getað verið mætt í vinnuna upp úr kl. 8 í morgun að öðrum kosti því að ég var ekki komin heim fyrr en um eittleytið. En þokkalega úthvíld eftir flugið.
Ég hefði samt ekki borgað tuttuguogfimmþúsundkalli meira fyrir sætið. Enda borga ég það sjálf.