Ísbjarnarlandafræði
Við ísbjarnarfréttina á mbl.is er kort (googlemaps) sem á víst að sýna hvar ísbjörninn er. Eitthvað vantar samt upp á landafræðiþekkinguna því að fyrst var bendillinn settur við Keldudal í Hegranesi (það var talað við Leif í Keldudal í fréttinni) en nú er búið að færa hann niður að sjó á Skagaströnd. Hvorugt er nú beinlínis nálægt ísbjarnarslóðum, eftir því sem ég les út úr fréttinni ...