Ísbjarnarblús
Ókei, hugmyndin um ísbjarnabúið er víst úr sögunni, bangsi er dauður.
Sjálfsagt verður allt vitlaust yfir því. Ég er hinsvegar alveg sátt. Mér varð hugsað til barnabarnanna á stjákli utan við veiðihúsið um páskana. Eða einhverra annarra barna að leik á Skaga. Eða við Krókinn eða ... hver veit hvert björninn hefði ráfað í þokunni?