Ég skrifa alltaf fleiri og fleiri orð ...
Einhversstaðar var ég í gær að gefa yfirlýsingar um gagnsemi orðabóka en jafnframt að ég tæki ekki nema hóflegt mark á þeim ef minn eigin málsmekkur segði annað. Þetta tvennt getur vissulega vel farið saman, finnst mér.
Þessvegna er það rétt mátulegt á mig að áðan fékk ég í hendur fyrsta eintakið af orðabók sem ég á töluverðan þátt í; þetta er barnaorðabók, ensk-íslensk, íslensk-ensk, sem ég þýddi úr dönsku (hljómar það undarlega?) - þessi hér alltsvo. 2600 orð. Mjög mikið myndskreytt með afskaplega fjörlegum teikningum. Kemur í búðir seinna í sumar.
Það er alltaf gaman að handleika nýjar bækur. En vissulega enn skemmtilegra þegar maður á eitthvað í þeim sjálfur.