Guacamole- og chilidagur
Auðvitað fékk ég ekkert ófrosið, ókryddað lambakjöt í Bónus; bjóst svosem ekki við því, þannig að ég keypti kjúkling sem verður þræddur á teina og grillaður. Borinn fram með tortillum, guacamole, sýrðum rjóma, chili-tómat-salsa, grænmeti og einhverju fleiru. Reyndar mundi ég rétt í þessu að Boltastelpan tók fram að hún vildi ekki kjúkling - en hún getur þá bara borðað tortillur og nachos og eitthvað svoleiðis.
Satt að segja ákvað ég kvöldmatinn þegar ég mundi að ég átti afskaplega vel þroskuð avókadó heima sem ég bara varð að nota í guacamole. Þannig að ef ég hefði nú fengið lambakjöt í Bónus (eða nennt að labba upp í Nóatún), þá hefði bara verið Tex-Mex-lambakjöt. Mig langar nefnilega í guacamole.
Og böns af chili. Þetta er akkúrat svoleiðis dagur. Þeir koma stundum.