Af lykilstarfsmönnum
Ég er ekki lykilstarfsmaður.
Þetta rann rækilega upp fyrir mér í sumar, þegar ég kom iðulega manna fyrst að húsinu í Síðumúlanum rétt um átta og kom að læstum útidyrum því enginn lykilstarfsmaður var mættur á undan mér.
Þarna biðum við iðulega saman, ég og skúringakonan, þar til einhver lykilstarfsmaður (venjulega frá Ratsjárstofnun á efri hæðinni) kom og sá aumur á okkur og hleypti okkur inn í forstofu. Eftir það var allt í lagi því ég er þó með lykil að innri hurðinni.
Nú bíð ég spennt eftir að vita hvort ég verð lykilstarfsmaður hjá Forlaginu þegar við flytjum vestureftir.