Rassinn á s-inu
Dóttursonurinn lætur afskaplega vel af skólavistinni en er þó enn óhress með hvað hann er látinn læra lítið.
-Það er bara verið að kenna okkur að teikna, segir hann. -En ég kunnti það alveg.
En þegar gengið var á hann um lestrarkennslu rifjaðist upp fyrir honum að hann var reyndar búinn að læra einhverja stafi (sem hann kunni þó fyrir).
-A og á og hálft s, sagði hann.
-Efri partinn? gat amman ekki stillt sig um að spyrja.
-Nei, neðri partinn, svaraði drengurinn grafalvarlegur. -Rassinn á s-inu, sko. Efri parturinn var kenndur þegar ég var veikur.
Hmmm.