Bókaflóð
Ein meginástæða þess að ég hætti á Gestgjafanum í fyrra var að ég vildi fá tækifæri til að vinna að fleiri matreiðslubókum. Það var allt í einu ekki talið samrýmast starfi mínu þar að skrifa bækur fyrir aðra útgefendur og plönum sem í framhaldi af því voru gerð um blómlega matreiðslubókaútgáfu Fróða var síðan stungið ofan í skúffu.
En ég get eiginlega ekki kvartað núna - hér á skrifborðinu eru fjórar bækur nýkomnar úr prentsmiðju (reyndar þrjár af þeim endurprentanir, ein ný); umbrotið handrit að nýrri bók sem kemur í haust; og risabók sem ég þýddi og staðfærði er í prentsmiðju. Og ýmsar hugmyndir í loftinu ...