(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

29.10.06

Fyrsta nóttin

Jæja, ég er þá loksins flutt - eða svona að mestu; einkasonurinn og skylmingastúlkan hafa verið býsna dugleg við að tína saman alls konar eftirhreytur í dag og selflytja til mín en ýmislegt er eftir enn. Of dugleg eiginlega, þau hafa komið með eitt og annað sem ég ætlaði bara að henda.

Meiri djöfuldómur af drasli sem maður safnar að sér á fimmtán árum. Eða rúmlega það því að auðvitað átti ég eitthvað af dóti þegar ég flutti á Kárastíginn. Kannski bara verra að ég hafði her manns til að flytja fyrir mig þá. Ég hefði verið duglegri að henda annars.

En allavega, ég svaf vel á Grettisgötunni fyrstu nóttina. Vaknaði seint. Það hefði nú ekki tekist á Kárastígnum því að þar mættu smiðir snemma í morgun að rífa niður veggi. Meiri framkvæmdagleðin í þessu unga fólki. Það er að segja tengdadótturinni; ég er hrædd um að einkasonurinn hefði seint átt frumkvæði að slíku.

Fór í Ikea í dag með gagnlega barninu og fjölskyldu til að kaupa eitt og annað, þar á meðal gardínur fyrir svefnherbergið. Svo að ég þurfi ekki að hengja aftur teppi fyrir gluggann. Nema ég þarf að sauma á þær borða og er viss um að ég nenni ekki að gera það í kvöld af því að ég er að fara í matarboð aldrei þessu vant. Þannig að kannski verða það bara teppin aftur.

Og þó, saumavélin stendur reyndar tilbúin á eldhúsborðinu af því að mitt fyrsta verk á nýja heimilinu var að gera við buxur fyrir Boltastelpuna, sem lenti í því óhappi að rífa gat á splunkunýju buxurnar sínar.

|