Menningarnæturgjöfin í ár
Ég hef áður sagt frá þeirri venju minni að gefa sjálfri mér menningarnæturgjöf. Þetta er skrambi góður siður sem mér finnst að aðrir ættu að taka upp.
Nema ég mun eiga erfitt með að toppa menningarnæturgjöfina mína í ár því að núna gaf ég sjálfri mér nýja íbúð.
Fæ hana reyndar ekki afhenta fyrr en um miðjan október en Þorláksmessuboðið 2006 verður allavega á Grettisgötunni.