Kjötsúpa
Ég veit ekki hvort ég nenni í bæinn í dag. Hugsanlega í kvöld með Boltastelpunni en núna ætla ég bara að láta mér nægja að opna út á svalir og hlusta. Sest kannski þar út á eftir (í hlýrri peysu) með krossgátu ef músikin sem berst frá nálægum götum verður ekki of hávær.
Menningarnæturkjötsúpan bíður upphitunar í tíu lítra potti.
Ég fór áðan og fylgdist með barnabörnunum koma í mark í Reykjavíkurmaraþoni. Bauð svo fjölskyldunni á Indókína á eftir og um leið og við komum út þaðan sagði Sauðargæran (búinn að háma í sig fleytifullan disk af hrísgrjónum og kínamat): -Erum við ekki að fara í kjötsúpu til ömmu núna?
Átvagl.