Erum við á hraðri leið í þessa átt?
Í Bretlandi er orðið svo sjaldgæft að fjölskyldan setjist saman að kvöldverðarborði að á 25% heimila er ekki einu sinni til nógu stórt borð til að allir geti setið við það samtímis. Sala á borðstofu- og eldhúsborðum hefur hrunið.
Helmingur allra máltíða í Bretlandi er etinn í einrúmi. Fyrir framan sjónvarpið, við tölvuna, í bílnum, á hlaupum ...
43% breskra mæðra búa til (eða hita í örbylgjunni) mismunandi mat fyrir hvern heimilismann: kjúklinganagga fyrir annað barnið, pizzu fyrir hitt, kjúkling fyrir pabba ...
Ég er að lesa Bad Food Britain eftir Joanna Blythman.