Ókostir og kostir
Þegar ég hætti að vinna hjá Fróða missi ég náttúrlega af því að fá öll blöðin ókeypis. Það er óneitanlega ókostur og ég hætti alveg að geta fylgst með slúðrinu, veit ekki lengur hverjir eru að byrja með hverjum og hverjir eru að skilja og hverjir eru óléttir og allt það. Eða hverjir hafa lést um 46 kíló.
Kosturinn er hinsvegar sá að nú fer ég að hafa eitthvað að lesa á hárgreiðslustofum og biðstofum sem ég hef ekki séð áður.
Samt ... ég var að fá Mannlíf og Bleikt og blátt í morgun. Sit núna og velti því fyrir mér hvort ég eigi frekar að lesa um Áform íslenska geimfarans eða Örlög kynóða kennarans í hádeginu.
Eða ekki.