Ekki lengur frelsiskartöflur
Ég var að sjá frétt um það að franskar kartöflur séu aftur búnar að breyta um nafn í matst0fum Bandaríkjaþings - heiti núna french fries en ekki freedom fries, eins og einhverjir repúblikanaþingmenn fengu í gegn í upphafi Íraksstríðs, þegar Frakkar vildu ekki vera memm.
Mikið var gert úr þessu í fjölmiðlum á sínum tíma en þessi seinni breyting var aftur á móti gerð þegjandi og hljóðalaust. Spurning hvort á að taka þessu sem þögulli viðurkenningu Bandaríkjaþings á að Íraksstríðið hafi kannski verið mistök ...