Uppselt
Grillblað Gestgjafans er uppselt hjá útgáfunni. Þannig að ef þið ætluðuð að kaupa það en eruð ekki búin, þá er um að gera að rjúka til núna, á meðan enn er eitthvað til í búðum ...
Það hefur svosem gerst áður að blöð hafi selst upp. En ekki svona snemma, það eru tvær vikur í að næsta blað komi út.
Við vorum svolítið smeyk um að veðrið mundi draga úr sölu, fólk væri ekki í miklu grillstuði. En matarblöð eru hvort eð er svo mikil pornóblöð að líklega dugir það mörgum að fletta blaðinu og láta sig dreyma ...