Aldur og störf
Ég gleymdi annars alveg að segja frá því að gagnlega barnið var að byrja í nýju starfi og nú get ég sagt ,,dóttir mín skrifstofustjórinn". Það hljómar reyndar eins og ég sé komin að minnsta kosti á sjötugsaldur.
Æi, fjandakornið. Ég stirðna upp í svona veðri og held svei mér þá að í morgun hafi ég hreyft mig eins og ég væri komin á sjötugsaldur. Minnst. Svo að þetta er allt afstætt.