Now you're talking ...
Bara svona í framhaldi af síðustu færslu ...
Hluti af stjórn starfsmannafélagsins birtist í dyrunum hjá mér rétt í þessu.
Stjórnin: -Nanna, mætirðu ekki í grillið í hádeginu á föstudaginn?
Matargúrúið: -Hmm, hvað á að grilla?
Stjórnin: -Kjöt! Svína- og lamba ...
Matargúrúið: -Svona forkryddað drasl eitthvert?
Stjórnin: -Já.
Matargúrúið: -Forget it.
Stjórnin: -Svo verður bjór líka ...
Matargúrúið: -Þið áttuð að segja það strax. Auðvitað kem ég.