Ógnvekjandi farangur
Ég er nú stundum á ferð milli landa með ýmiss konar matvæli í töskunni. Hingað til hafa áhyggjur mínar af slíkum farangri einskorðast við það hvort ég komist með allt óbrotið og hvort ég fái að fara með eitt og annað í gegn - til dæmis þegar ég tók með mér harðfisk til Bandaríkjanna um árið.
En það er víst fleira sem hafa þarf áhyggjur af, samanber þetta hér.
Ég er samt forvitin um grillkryddblönduna sem ber heitið Butt Rub.