Í sólskinsskapi
Mig langar allt í einu í nýbakað brauð. Og þar sem það eru heilir þrjúhundruð metrar eða svo út í næsta bakarí, þá er ég að hugsa um að rölta frekar inn í eldhús og baka eitthvert fljótlegt pönnubrauð.
Svo langar mig líka í spænskan ost með brauðinu. Það vill nefnilega svo heppilega til að ég á einmitt svoleiðis. Og það eru til afbragðsgóðar spænskar ólífur og fleira.
Og sólin skín.
Mikið ofboðslega er ég eitthvað jákvæð í dag. Óvíst hvað það endist en ég ætla allavega að nota jákvæðnina í bakstur til að byrja með.